Hvað er Réttur barna á flótta?
Réttur barna á flótta eru félagasamtök sem voru formlega stofnuð sumarið 2019.
Markmið okkar er að tryggja réttindi barna á flótta. Boðið er upp á stuðning, lögfræðilegan og félagslegan, við börn og barnafjölskyldur sem þurfa að leita réttar síns í samræmi við Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Við viljum tryggja viðeigandi málsmeðferð allra barna með því að skapa fordæmi í slíkum málum. |
Hvernig við hjálpum:Í félagslegri aðstoð felst: Ráð stuðningur til að fá aðgang að þjónustu, andlegur stuðningur (fólk getur hringt hvenær sem er með spurningar) og stuðningur á fundum (KNÚ, ÚTL, læknir, lögregla, o.s.frv.).
Í lögfræðilegri aðstoð felst: Að skoða mál barna frekar, lesa yfir gögn, túlka og útskýra ákvarðanir. Við finnum lögfræðinga og túlka sem geta tekið að sér mál fólks og styrkjum þau vegna lögfræðikostnaðar. |
Viltu styðja okkur?
Öll okkar vinna er unnin í sjálfboðastarfi og við þiggjum með kærum þökkum allan þann stuðnings sem við getum fengið.
Kennitala: 690719-0370 Bankanúmer: 545-26-8014 |
Viltu ganga til liðs við okkur og hjálpa börnum á flótta?
Réttur barna á flótta eru lítil félagasamtök sem vilja stækka til þess að styðja betur við bakið á fjölskyldum og börnum sem þurfa að leita réttar síns. Hafðu samband við okkur ef þú telur þig getað aðstoðað, til dæmis með fjáröflun, viðburðahaldi, kynningarmál eða lögfræðileg mál: [email protected]
Sjá fyrirtæki og einkaaðila sem hafa stutt okkur gegnum tíðina, ýmist fjárhagslega eða með öðrum gjöfum: |