Hjálpin
Út frá starfi okkar höfum við séð að börn á flótta eru í mjög viðkvæmri stöðu, fá takmarkaða þjónustu og upplifa flest kvíða og þunglyndi vegna þessarar stöðu. Minni líkur eru á að réttindi barnafjölskyldna séu virt ef þau fá ekki aðstoð lögfræðinga og mjög sjaldan er tekið tillit til hagsmuna barna í réttarkerfinu. Oftar en ekki koma fyrir staðreyndarvillur þegar kærunefnd útlendingamála og Útlendingastofnun taka ákvarðanir um mál barnafjölskyldna, sem reyndir lögmenn gætu einfaldlega leiðrétt. Við aðstoðum börn bæði með félagslega og lögfræðilega þætti.
|
Vekjum athygliVið fjöllum opinberlega um málefni flóttafólks og verið með árveknisátök. Þannig hafa samtökin áhrif á breytingar í réttarkerfinu með því að þrýsta á stjórnvöld til að virða Barnasáttmálann.
|
Félagsleg aðstoðTraustur stuðningur og ráðgjöf til að fá aðgang að þjónustu, andlegur stuðningur (þau geta hringt hvenær sem er með spurningar) og stuðningur á fundum (KNÚ, ÚTL, læknir, lögregla, o.s.frv.).
|
Lögfræðileg aðstoðAð skoða mál barnanna frekar, lesa yfir gögn, túlka og útskýra ákvarðanir. Við finnum lögfræðinga og túlka sem geta tekið að sér mál þeirra og styrkjum þau vegna lögfræðikostnaðar.
|