Blómateppi (Altaristeppi) - Jón Sæmundur
Olía, lakk og akrýl á viðarplötu (60 x 80 cm.)
Jón Sæmundur er kröftugur listamaður sem er þekktur bæði í heimi myndlistar og tónlistar.
„Viðfangsefni Jóns Sæmundar eru tengd lifanda lífi og því sem liggur handan dauðans. Hann hrífst af guðum og goðsögum, trúarbrögðum og fornum menningarheimum og fæst gjarnan við tákn úr ólíkum trúar og menningarheimum og formum úr náttúru og vísindum. Hin dularfullu fræði alkemíunnar eru honum hugleikin jafnt og töfrar náttúru og mannshugans. Hann vinnur oft með ákveðna tíðni í verkum til að framkalla ákveðin hughrif líkt og maðurinn hefur gert frá upphafi alda við trúariðkun og hugleiðslu. Jón Sæmundur leitast við að fanga hið guðlega og hið heilaga, neistann sem hann telur búa í öllu og veitir því hið eilífa líf.“
*English*
Flower Tapestry (Alter Tapestry)
Oil, varnish and acrylic on wooden board (60 x 80 cm.)
Jón Sæmundur is a powerful artist who is known both in the world of art and music.
"Jón Sæmund's subjects are related to living life and what lies beyond death. He is fascinated by gods and myths, religions and ancient cultures and likes to deal with symbols from different religions and cultures and forms from nature and science. The mysterious science of alchemy is as important to him as is the magic of nature and the human mind. He often works with a certain frequency in works to produce certain impressions, just as man has done since the beginning of time with religious practice and meditation. Jón Sæmundur strives to capture the divine and the holy, the spark that he believes resides in everything and gives it eternal life."
Rætur - Mireya Samper
Japanskur pappír, pigment og kol. 46,5 x 32 cm.
Fyrir uppboð til styrktar börnum á flótta var verk Mireyu fyrir valinu sem sýndi rætur, enda við hæfi þar sem verið er að berjast gegn því að börn sem fest hafa rætur á Íslandi verði rifin upp og þeim vísað úr landi.
Mireya Samper er fædd á Íslandi en er þó alþjóðlegur listamaður. Hún lærði bæði hér á landi og í Frakklandi og býr og vinnur víða um veröld. Hún gerir bæði skúlptúra og málverk.
Roots - Mireya Samper
Japanese paper, pigment and charcoal. 46,5 x 32 cm.
For the auction for refugee children, Mireya chose to donate a piece that showed roots, which connects witht the subject as we are fighting for the right of children to stay in Iceland, and not be pulled from their roots and deported.
Mireya Samper is born in Iceland but she is an international artist as her artworks testify clearly. She studied art in Iceland and in France and has lived and worked around the world. As a creator of installations her work supersedes the identity as sculptor or painter, working parallel in two and three dimensions for museums or in-situ. With ease she creates poetical, minimal works that are either ephemeral or carved in stone. Pulling together prima matera into concepts of time and space her oeuvres create connections between the natural elements of water, light, wind, stone and consciousness.
Heimkoma - Úlfur Karlsson
2022
Stærð: 107 x 162 cm.
Verkið kláraði Úlfur Karlsson rétt fyrir uppboðið. Úlfur Karlsson (fæddur 13. október 1988) er íslenskur listamaður. Árið 2009 lauk hann fornámi í Myndlistarskólanum á Akureyri. Þá hóf hann nám við Valand School of Fine Arts og lauk BA gráðu þaðan. Þar hefur hann haldið margar sýningar á abstrakt expressíónistískum málverkum sínum. Úlfur hefur einnig haldið fjölmargar sýningar á Íslandi, meðal annars í Listasafni ASÍ , Slunkaríki og Sláturhúsinu á Egilsstöðum. Hann hefur einnig sýnt verk sín í Svíþjóð, Þýskalandi, Danmörku og Grikklandi. Árið 2015 tók Úlfur þátt í sýningunni Nýmálað í Listasafni Reykjavíkur. Hann hélt einnig sýningu sem bar titilinn Við erum ekki hrædd, í Listasafni Reykjavíkur og sýningu sem hét Inngræðsla í Gallerý Veður og Vindur. Árið 2016 hélt Úlfur einkasýningu í Galerie Hilger NEXT í Vínarborg sem bar titilinn "By Proxy".
*English*
Homecoming. 2022.
This work was made by Úlfur Karlsson and he finished it right before for the auction. Úlfur Karlson (born 13th of October 1988) is an Icelandic artist. He finished his primary studies in 2009 at the Akureyri School of Visual Arts. He then started his studies at Valand School of Fine Arts and completed a BA degree. There he held multiple exhibitions of abstract expressionistic paint work. Úlfur has also held numerous exhibitions in Iceland, at Listasafn ASÍ, Slunkaríki and Sláturhúsið in Egilsstaðir, among other places. He has also shown his work in Sweden, Germany, Denmark and Greece. In 2015 Úlfur took part in the exhibition Nýmálað at Listasafn Reykjavíkur. He also held an exhibition called “Við erum ekki hrædd” at Listasafn Reykjavíkur as well as an exhibition called Inngræðsla at Gallerý Veður og Vindur. In 2016 Úlfur presented a solo exhibition at Galerie Hilger NEXT in Vienna that was titled “By Proxy”.
Portrett af þér! - Michelle Bird
Verð: 18.000 kr. (ótakmarkað magn)
Michelle býður þér/ykkur í heimsókn til sín í Borgarnes þar sem hún teiknar mynd af ykkur saman.
Frá Michelle:
„Settu þig í stellingar á vinnustofunni minni í Borgarnesi og ég mun teikna þína innri fegurð með kol og pappír. Láttu það eftir þér að gerast inblástur minn í hinu listræna ferli – andagiftin, meðan ég einbeiti mér að kostum þín og umbreyti kjarna þínum í form listarinnar. Meðan þú situr fyrir færðu notið fljótandi veiga og útsýni yfir sjóinn. Svo tekur þú lokaafurðina með heim til að ramma inn. Gefðu reynslu sem endist að eilífu.“
Nánar um Michelle Bird: www.michellebird.com
Þessi reynsla er í boði fyrir hvern sem vill bóka, hvenær sem er fram að uppboðinu og á meðan uppboðinu stendur!
Ath. bókun fer fram í gegnum [email protected] (ekki á vefsíðunni) og borgað er með millifærslu:
Kennitala: 690719-0370
Bankanúmer: 545-26-8014
*ENGLISH*
Michelle invites you to her studio in Borgarnes, where she will draw your portrait.
"Strike a pose at my art studio in Borgarnes and I will use our time to illustrate your inner beauty using charcoal and paper. Indulge in the creative process of being my inspiration - the muse, as I focus on your qualities and translate your essence into a work of art. During this sitting you will be provided with a beverage and while enjoying the ocean view as I sketch you. The end result is yours to take home and place in a frame. Give the gift of an everlasting experience."
About Michelle Bird: www.michellebird.com
This experience is available for anyone to book at any time leading up to and during the auction! Please place your order via [email protected] (not the website) and pay here:
Kennitala: 690719-0370
Bankanúmer: 545-26-8014
SPORÐDREKINN - Gerður (GAGA SKORRDAL)
Verð: 120.000 kr.
SPORÐDREKINN (2022) er litrík kápa eftir Guðrúnu Gerði, eða GAGA SKORRDAL. Stíl hennar hefur oft verið líkt við Gaudi og Hunterwasser en Gerður vinnur aðallega með textíl.
*English*
SPORÐDREKINN (2022) is a colorful coat by Guðrún Gerður, aka GAGA SKORRDAL. Her style has often been compared to Gaudi and Hunterwasser, but Gerður mainly works with textiles.
Þráðakort - Þórdís Alda Sigurðardóttir
Stærð: h. 39,2 b. 71,3 d. 4,2 cm
Þráðakort (2018)
Þetta verk var sýnt á sýningunni Yfir og allt um kring, árið 2019 hjá Listamönnum galleríi á Skúlagötu. Blönduð tækni. Undirskrift listamanns er aftan á. Best er að setja tvær skrúfur i vegg til að hengja hana upp.
Efni: ullargarn, lakk, pappír á tréplötu i járnramma.
*English*
Map of Threads (2018)
This piece was a part of the exhibition Over and All Around, in 2019 at Listamenn Gallery, Skúlagata. Mixed media. The artist signature is in the back. It‘s best to use two screws when hanging the piece.
Materials: Wool, varnish, paper on wood in a steel frame.
Einu sinni vorum við börn - Berglind Ágústsdóttir
Verk Berglindar Ágústsdóttur, Einu sinni vorum við börn, er frá árinu 2021.
"Teikning er af vinum mínum í Berlín.. þegar þau voru börn löngu áður en ég kynntist þeim eða þau hvort öðru."
Berglind (f.1975) útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2003. Hún hefur sýnt víða hér á Íslandi og erlendis og staðið að listviðburðum, verið sýningarstjóri og starfað sem tónlistar og myndlistarkona
sem hefur ávallt blandað miðlum saman og unnið mikið í samvinnu við aðra. Berglind hefur spilað víða um heim og gefið út plötur og kassettur. Hún vekur hvarvetna athygli enda fer ekkert á milli mála að list hennar er samofin framkomu hennar og atferli dags daglega. Líkt og í hversdagslífinu beitir hún í myndlist sinni litum, mynstri, leikföngum og ljósmyndum til að koma á framfæri því sem henni
liggur á hjarta. Verkin eru ýmist gjörningar, myndbönd, tónlist eða innsetningar hún vinnur lika teikningar og skúlptúra ... Einnig skipurleggur hún tónlistar og list viðburði og gerir tilrauna útvarp í
Berlín og rekur pop up residency...
Hér á ég heima - Tinna Þorvalds Önnudóttir
„Hér á ég heima“ (2020) – vatnslitir og penni á pappír, 29.7cm x 21cm
Álftir á Álftavatni. Eitt af þessu skemmtilega töfrandi í hversdagsleikanum. Það er eins og þær hafi lesið á skilti og skilið að þetta væri þeirra stöðuvatn, hér ættu þær heima. Spurning hvort að litla stúlkan sem æfir pírúetta uppi á Illusúlu eigi þarna heima. Kannski er hún týnd. Eða kannski er hún akkúrat þar sem hún á að vera.
Teikningar Tinnu einkennast af frásagnargleði, björtum litum og skýrum tón. Þær fjalla á einlægan og húmorískan hátt um fegurðina í hversdagsleikanum og í þeim veltir hún fyrir sé línunni milli dramatíkur og kímni, hins mikilfenglega og hins hversdagslega og leitar einfaldleikans í flækjunni miðri.
*ENGLISH*
"Here is my home" (2020) – watercolors and pen on paper, 29.7cm x 21cm
Swans on Swanlake. One of the amusing magical things in everyday life. It is as if they read the sign and understood that this was their lake, here was their home. There is a question of whether the little girl practicing the pirouette up on Illusúla should be there. Maybe she is lost. Or maybe she is exacly where she‘s supposed to be.
Tinna‘s drawings are known for their delightful storytelling, bright colors and distinct qualities. They show us a sincere and humorous beauty of the everyday life and you can see how the artist investigates the lines in between drama and humour, the magnificent and the common, and seeks simplicity in the middle of the tangle.
Gullfoss - Lu Hong
54x34 (með ramma). Kínverskt blek.
Lu Hong sýndi fljótlega myndlistarhæfileika og hóf skipulegt myndlistarnám undir handleiðslu Zhu Daxions. Hún fékk inngöngu í æðsta myndlistarskóla Kína árið 1981 með kínverska landslagsmálun sem sérgrein. Lu Hong kynntist Íslandi í gegnum íslenska námsmenn í Tokyo og fékk þá mikinn áhuga á landi og náttúru. Hún kom því hingað til lands árið 1990 og hefur síðan þá reynt að kynnast landinu og túlka það sem hún sér með aðferð kínverskrar landslagsmálunar.
*English*
54x34 (with frame). Chinese ink.
Lu Hong soon showed artistic talent and began systematic art studies under Zhu Daxion's tutelage. She was admitted to China's top art school in 1981, majoring in Chinese landscape painting. Lu Hong got to know Iceland through Icelandic students in Tokyo and then became very interested in the country and nature. She therefore came to this country in 1990 and since then has tried to get to know the country and interpret what she sees using the method of Chinese landscape painting.
Landbrigði 5 - Ólöf Rún Benediktsdóttir
Trélitur á pappír, stærð ca. A3, 2022.
Verkið er partur af seríu verka þar sem að hugleiðingar um hvernig maðurinn lagar landslagið að sínum eigin þörfum leysast upp og endurbirtast í hálf abstrakt teikningum. Þessar hugleiðingar spretta út frá áralöngu rannsóknarferli listamannsins á smárafstöðvum sem reistar voru víðsvegar um landið á fyrri hluta tuttugustu aldar af þremur bændum úr Skaftafellssýslunni.
*English*
Colour pencils on paper, size approx. A3, 2022.
The work is part of a series of works where reflections on how man adapts the landscape to his own needs dissolve and reappear in semi-abstract drawings. These reflections spring from the artist's years-long research process on mini-electrical stations that were built around the country in the first half of the twentieth century by three farmers from Skaftafell County.
Holdýr - Rakel Glytta Brandt
Hæð: 15 cm.
„Holdýr” - reykbrennt ílát úr steinleir.
Þetta ílát er innblásið af holdýrum, einfalt lífrænt form sem að er glyttað þangað til að yfirborðið verður mjúkt og fínt, en einnig svo það verður fullkominn strigi fyrir reykbrennslu. Eldur og reykur af náttúrulegum efnum, þar á meðal þara, sjá um að gæða yfirborð ílátsins sína litaflóru.
“Coelenterates” – smoke burnt container made of stoneware.
This container is inspired by coelenterates, a simple organic form with gloss so that the surface is soft and fine, but also so it is the perfect canvas for smoke burning. Fire and smoke from natural materials, including seaweed, gives the surface its color palette.
Zahra (prent) - Helga Björnsson
Teikning eftir Helgu Björnsson, tískuteiknara. Prent 27/50
Helga Björnsson er tískuteiknari og starfaði í yfir tuttugu ár sem "haute couture" teiknari fyrir hátískuhúsið Louis Féraud í París. Hún hefur einnig hannað búninga fyrir óperur og leikverk og hlaut Grímuna fyrir búningahönnun á uppsetningu Íslandsklukkunnar í Þjóðleikhúsinu. Helga hannar nú föt og fylgihluti undir eigin merki.
Helga Björnsson is Iceland's only haute couture designer. After studying at the Beaux Arts in Paris she worked as the head designer of fashion house Louis Féraud for over twenty years. Helga has also designed costumes for opera and theatre and received the Gríma award for best costume in the National Theatre of Iceland for the theatre production of Islandsklukkan. Helga now designs clothes and accessories under her own name in Reykjavik.
KRASÝ - Gerður (GAGA SKORRDAL)
KRASÝ (2022) er tilburðarík húfa eftir Guðrúnu Gerði, eða GAGA SKORRDAL. Stíl hennar hefur oft verið líkt við Gaudi og Hunterwasser en Gerður vinnur aðallega með textíl.
*English*
KRASÝ (2022) is a fabulous hat by Guðrún Gerður, or GAGA SKORRDAL. Her style has often been compared to Gaudi and Hunterwasser, but Gerður mainly works with textiles.
Meðgöngujóga (prent) - Sunna Ben
2021, 29 x 21 cm. prent 7/10
Verkið er innblásið af Meðgöngujóga hjá Auði í Jógasetrinu.
"Þegar ég gekk með yngri son minn árið 2021 teiknaði ég mikið á meðgöngunni og reyndi að fanga allskonar tilfinningar og hugsanir sem komu upp á meðgöngunni. Eitt af því sem mér var kærast var meðgöngujógað og ég var heillengi að reyna að koma því á blað hvernig tilfinningin væri að finna fyrir því jafnvægi og ró sem þar hellist yfir móður og barn. Appelsínuguli liturinn er til þess að leggja áherslu á gleðina og bjartsýnina, en ég nota ekki oft liti í verkin mín og velti þeim alltaf lengi fyrir mér áður en ég bæti þeim við. Þessi mynd vildi innilega verða appelsínugul."
*English*
Pregnancy Yoga, 2021, print 7/10, by Sunna Ben
This piece is inspired by the Pregnancy Yoga Class with Auður in Jógasetrið.
“When I was pregnant with my younger son in 2021, I was drawing a lot, I tried to capture all kinds of emotions and thoughts that came to me during my pregnancy. One of the things that I loved the most was the pregnancy yoga, and it took me a long time to capture the balance and calmness, that mother and child feel, on paper. The orange color is to show the happiness and optimism, but I generally don’t use a lot of colors in my works and always put a lot of thought into it if I chose to use colors. This piece wanted to be orange.”
Þú veitir mér einhverskonar djúpsjávar nautn (prent) - Maríanna Eva Dúfa Sævarsdóttir
Prent nr. 4/5. Stærð: 29.7 x 42 cm
Dúfa (f. 1992) er sjálfstætt starfandi myndlistamaður sem útskrifaðist með BA gráðu af myndlistabraut Listaháskóla Íslands vorið 2022. Listsköpun Dúfu rannsakar alla mögulega snertifleti ástar og tengingu hvort sem það sé við manneskjuna eða umhverfið. Verk hennar eru ýmist í formi videóverka, innsetninga, gjörninga og þá efst á baugi þátttökugjörninga.
Hjörtun slá, örfínar bylgjur myndast á vatninu er sálufélagar stíga samtaka ofan í svarta laug fulla af sjó. „Þú veitir mér einhverskonar djúpsjávar nautn” er ljósmynd af innsetningu frá fyrstu einkasýningu myndhöfundsins.
*English*
"You give me some kind of deep sea pleasure"
Print no. 4/5. Size: 29.7 x 42 cm
Dúfa (b. 1992) is a self-employed visual artist who graduated with a bachelor's degree from the Iceland Academy of the Arts in the spring of 2022. Dúfa's artwork explores all possible interfaces of love and connection, whether it is with the person or the environment. Her works are alternately in the form of video works, installations, performances and most of all participatory performances.
Hearts beat, tiny waves form on the water as soul mates step together into a black pool full of sea. "You give me some kind of deep sea pleasure" is a photograph of an installation from the first solo exhibition of the artist.
Úlfur - Þorvaldur Jónsson (sold)
Úlfur, 2022, 30 x 30 cm.
Þetta verk er sérstaklega málað fyrir listaverkauppboð Réttar barna á flótta. Í verkum Þorvalds má sjá litlar senur og titlarnir vísa í einhverja hluti í myndfletinum. Hann útskrifaðist úr LHÍ árið 2009 og var einn af stofnendum Gallery Ports.
Wolf, 2022, 30 x 30 cm.
This piece is specifically made for the art auction for refugee children. In his works, Þorvaldur creates small scenes and references in the picture place. He graduated from the Iceland University of the Arts in 2009 and co-funded Gallery Port.
Lína Langsokkur - Marit Törnqvist f. Astrid Lindgren (original) (seld)
Hæð: 28 cm
Breidd: 35 cm
Lína langsokkur óskar ykkur gleðilegrar hátíðar! Hér sjáið þið eina af fimm (original) Línu-myndum sem myndhöfundurinn Marit Törnqvist teiknaði fyrir Astrid Lindgren. Marit gaf okkur myndina til að selja á uppboðinu ... sem þýðir að þú gætir eignast þessa mynd og styrkt börn á flótta á sama tíma.
Pippi Longstocking wishes you a happy festival! Here you see one of five (original) Pippi-works that artist Marit Trönqvist made for Astrid Lindgren. Marit donated the work for the Art Auction ... which means that this art could be yours and you could support children on the run at the same time.
Marit was the designer of the storytrain and the house of Pippi Longstocking in cultural house Junibacken in Stockholm. After she designed the house she also drew her own Pippi. Today nobody is allowed to design another Pippi, other than the classic 'Ingrid Vang Nyman', but at that time Marit was.
http://www.marittornqvist.nl/en/
Kerfið og lífið - Hallgrímur Helgason (sold)
Akrýl á striga, 2018. Titill verks: Kerfið og lífið.
Hallgrímur Helgason er núorðið þekktari sem rithöfundur en myndlistarmaður, en samt byrjaði hann feril sinn sem "listmálari" og er enn að mála. Hann hefur haldið yfir þrjátíu einkasýningar, hér heima og erlendis og tekið þátt í enn fleiri samsýningum. Hann á verk í eigu flestra safna á Íslandi og einnig einu í Frakklandi, sem og einkasöfnum víða um heim.
Málverkið "Kerfið og lífið" er frá 2018, eitt af fyrstu verkum Hallgríms í "nýja stílnum" sem hann sýndi fyrst á MeToo-sýningunni Klof og prí$ í Tveimur hröfnum listhúsi árið 2019 og síðan aftur á sýningu í Safnaðarheimili Neskirkju 2021. Verkið sýnir ofríki "kerfiskarlsins" og lýsir því hvernig hann getur "fokkað upp" lífi venjulegs fólks, ekki síst kvenna, með afar lítilli fyrirhöfn og enn minni áhuga. Það sem hann afgreiðir á fimm mínútum getur tekið fólkið sem verður fyrir gjörðum hans allt lífið að fást við. Verkið smellpassar því inn í baráttuna fyrir rétti barna á flótta, og stuðning við flóttamenn almennt.
*English*
Acrylic on canvas, 2018. Title: The system and the life
Hallgrímur Helgason is nowadays more known as a writer than as a visual artist, however he started his career as a painter and is still painting. He has held more than 30 solo exhibitions, here in Iceland and abroad and has taken part in even more collective exhibitions. His work can be found in most museums in Iceland but also in a museum in France as well as in private collections everywhere in the world.
This painting “The system and the life” was made in 2018 and his one of his first work in the “new style” he presented first at a MeToo exhibition Klof og prí$ at Tveir Hrafnar Art Gallery in 2019 and then after in the exhibition at the community center of the Neskirkja church in 2021. This work shows the oppression of the “bureaucrate” and describes how he can “fuck up” the life of ordinary people, not least women, with little effort and even less interest. What he processes in 5 minutes can take people that are affected by his actions their whole life to deal with. This work fits therefore perfectly to the struggle for the rights of children on the move and to the support of refugees in general.
Án titils - Marit Törnqvist (prent) (sold)
Prent eftir myndhöfundinn Marit Törnqvist, þekktust fyrir samstarf sitt við Astrid Lindgren, barnabókahöfund.
Hæð: 30 cm
Breidd: 42 sm
Nánar um myndhöfund: http://www.marittornqvist.nl/en/
This is a print from the book 'Du och jag och min lilla cykel' (You and me and my little bike) by Jujja Wieslander. The song is about a little girl who forgets her wooden shoes on an island and late in the evening she and her father row back and they find a seagull sleeping next to the wooden shoes. The lake and the nature and the silence of the evening is beautiful in this song/poem. Marit drew a lake and an island that she frequently visited as a child.
Ball and Chain - Þrándur Þórarinsson (sold)
Olía á striga. 30x40cm.
Hér er um að ræða verk sem er hluti af sýningu sem Þrándur gerði í COVID. Innblástur fyrir sýninguna dró hann af ýmsum dægurlögum og hér má sjá Ball and Chain sem Janice Joplin gerði svo vinsælt. Hér vísar hann í plötuumslagið Cheap Thrills sem Robert Crumb gerði, en Þrándur hefur að sjálfsögðu sett sitt stílbragð á verkið.
Viðmiðunarverð fyrir þetta verk er 150.000 kr. en lægsta boð er 70.000 kr.
*English*
Oil on canvas. 30x40cm.
This is a piece Þrándur created as a part of an exhibition he set up during COVID. His inspiration, musical top hits! Here we see Ball and Chain that Janice Joplin made famous. He is referencing the legendary album cover of Cheap Thrills created by Robert Crumb, but Þrándur has put his own style to play.
The reference price for this work is ISK 150,000. but the lowest bid starts at ISK 70,000.
Thrandur Thorarinsson was born in Akureyri (in northern Iceland) in 1978. After finishing high school he enrolled in the Icelandic academy of arts, but dropped out after the first year, due the heavy emphasis placed there on conceptual art, and the schools complete disregard for painting techniques, composition and model drawing. Subsequently he started his apprenticeship with Norwegian painter Odd Nerdrum, who paints in the manner of the old masters, most notably Rembrandt and Titian. The apprenticeship lasted almost four years and had a lasting impact.
Thrandur also holds a masters degree in philosophy. His first big solo exhibition was held in Reykjavik (the Jónson & Kaaber house) 2008. There he displayed many themes that would appear frequently in his work, most notably Icelandic folklore, but also Icelandic sagas and history. All the works were narrative, painted with oil on canvas, which remains the artists medium of choice. Since then he has had a dozen exhibitions in Iceland and in Denmark. Common subjects found in his paintings, in addition to the aforementioned, are political satire, landscapes, cityscapes, northern mythology and subjects from popular culture and pop music. Romanticism, nostalgia, anachronisms are recurring themes and his work is generally characterised by a preoccupation with the past.
Njólaljóð - Guðjón Ketilsson (sold)
30x40cm.
Njólaljóð, 2020, njólar á pappír, Verk nr. 27.
Þetta verk fæddist árið 2020 fyrir sýninguna Kliður í Listamönnum. Á sýningunni mátti sjá massa af orðum og umgjörðum orða, sem listamaðurinn teiknar inn á myndflöt flestra verkanna; orð sem kjósa að hjúfra sig hvert að öðru, snúa sér í allar áttir á myndfletinum og eiga þannig í nokkurskonar samtali sín á milli svo úr verður kliður, einskonar myndrænn hljóðveggur, vegna þess að hvert orð tengist öðru en er um leið mynstur og sjálfstætt form.
*Engilsh*
Dock Poem, 2020, docks on paper, Work no. 27.
This piece was born in 2020 for the exhibition Murmur in Listamenn Gallery. In the exhibition you could find a mass of words and frames of words, that the artist draws into the picture plane of most of the works; words that chose to snuggle up to one another, turn every which way and therefore can have a conversation between themselves which evolves into this murmur, some sort of a picturesque wall of sound, because every word has a connection to the other words, they are patterns, and at the same time, individual forms.
https://www.gudjonketilsson.com/murmur
Variant on Paper - Baldur Helgason (sold)
Bursti og blek á pappír, 297 x 420 mm.
Afbrigði á pappír
Baldur Helgason er íslenskur listamaður búsettur í Chicago, Bandaríkjunum, fæddur árið 1984. Hann er hvað þekktastur fyrir galsafulla nálgun á portrettlist, þar sem hann blandar skopstælingum saman við listasöguna. Fjölmörg virt söfn og gallerí hafa sýnt verk hans, til að mynda WOAW Gallery, Central.
*English*
Brush and ink on paper, 297 x 420 mm.
Variant on Paper
Baldur Helgason is an Icelandic (active in USA, Chicago-based) artist who was born in 1984. He's known for his playful approach to portraiture, which blends elements of caricature with art historical allusions. Numerous key galleries and museums such as WOAW Gallery, Central have featured Baldur Helgason's work in the past.
Að baki - Solveig Pálsdóttir (sold)
Lágmarksboð: 35.000 kr.
Akrýl á striga, 30cm sinnum 30 cm
Myndin sem ber titilin Baksvipur var af sýningunni Er Eva í Eden sem var haldin í gallerí Kaktus sumarið 2022 á Akureyri. Efniviður verksins sem og áðurnefndar sýningar var unnin upp úr förguðum efnivið. Umfjöllunarefni sýningarinnar var vangavelta um skaðleg áhrif hégómans á umhverfið. Ramminn var upphaflega útsaumunarrammi og perlurnar sem bróderaðar eru í yfirborð málverksins fengnar úr förguðu skarti. Listamaðurinn er í mastersnámi í Myndlist við Listaháskóla Íslands og er einn listamanna sem stendur að baki Myrkraverks Gallery sem er staðsett á Skólavörðustíg 3, nánar tiltekið á sjálfum regnboganum. Frekar upplýsingar um verk listamannsins eru aðgengilegar á facebook síðu Myrkraverks Gallery.
*English*
Acrylic on canvas, 30 cm by 30 cm
The picture entitled Baksvipur was from the exhibition Er Eva í Eden, which was held in Kaktus gallery in the summer of 2022 in Akureyri. The material of the work as well as the aforementioned exhibitions was made from discarded wood. The subject of the exhibition was speculation about the harmful effects of vanity on the environment. The frame was originally an embroidery frame and the beads embroidered into the surface of the painting were obtained from discarded jewellery. The artist is studying for a master's degree in Visual Arts at the Iceland Academy of Art and is one of the artists behind Myrkraverks Gallery, which is located at Skólavörðustíg 3, more precisely on the rainbow itself. More information about the artist's work is available on Myrkraverks Gallery's facebook page.
Nenni ekki - Hugleikur Dagsson (sold)
2022. Bleik á pappír/Innrammað í álramma með glampfríu gleri.
Hugleikur Dagsson is an icelandic cartoonist/writer/comedian who was born in 1977 and has since then been breathing air and making jokes. He has published about 30 books, written 3 plays and directed his own animated TV show. He also does stand up comedy and the occasional art project.
Fjólublár dans (prent) - Sunna Ben (sold)
Lágmarksboð: 5.000 kr.
2021. 15 x 21 cm
"Það var vetur, COVID hafði staðið yfir endalaust lengi og ég saknaði þess svo að koma saman með vinum mínum og hafa gaman, jafnvel kukla smá saman. Svo ég teiknaði draumkennda fagnaðarfundi í fjólubláum draumi. Fjólublái liturinn táknar dulúð og drauma."